Þrír leikir fara fram í 1. deild kvenna í dag þar sem spennan er mikil þegar fáir leikir eru eftir til jóla.

Topplið Tindastóls fær ÍR í heimsókn sem getur komið sér nær toppliðunum með sigri. Síðasta leik þessara liða vann Tindastóll með einu stigi í Breiðholti.

B-lið Keflavíkur og Grindavíkur mætast í Keflavík en liðin eru á sitthvorum enda deildarninar, Keflavík í öðru sæti en Grindavík í því neðsta með einn sigur. Í Dalhúsum mætast svo Fjölnir og Hamar en Hvergerðingar eru einnig með einn sigur við botninn en Fjölnir eru í baráttunni um efstu sætin.

Leikir dagsins – 1. deild kvenna:

Tindastóll – ÍR – kl 16:00

Keflavík b – Grindavík b – kl 16:00

Fjölnir – Hamar – kl 16:00