Vestri hefur samið við bakvörðinn Toni Jelenkovic um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Toni er leikstjórnandi og hefur spilað með Hamri í haust, það sem af er tímabili hefur hann skorað 11,8 stig, tekið 3,8 fráköst, gefið 3,8 stoðsendingar og skilað 14,3 framlagspunktum.

Vestri er sem stendur í 4. sæti fyrstu deildarinnar, með 6 sigurleiki úr fyrstu 10 umferðunum, en liðin í 2.-5. sæti deildarinnar komast í úrslitakeppni að deildarkeppni lokinni, þar sem spilað er upp á sæti í Dominos deildinni.