Geysisbikarinn heldur áfram í kvöld

Í kvöld fara fram þrír leikir í 16-liða úrslitum Geysisbikars karla. Tveir hefjast kl. 19.15 en þá mætast Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri í Icelandic Glacial Höllinni og svo Grindavík og KR í Mustad Höllinni. Sindri og Ármann eigast svo við í Ice Lagoon Höllinni kl. 20.00.

Þrír leikir fóru fram í gær þar sem Valur, Tindastóll og Stjarnan komust áfram í 8-liða úrslit en 16-liða úrslitum lýkur svo á sunnudag þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Njarðtaksgryfjunni.

Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit:
Valur
Tindastóll
Stjarnan

Leikirnir sem eftir eru í 16-liða úrslitum:desember: Þór Þorlákshöfn – Þór Akureyri

6. desember: Grindavík – KR

6. desember: Sindri – Ármann

6. desember Þór Þorlákshöfn – Þór Akureyri

8. desember: Vestri – Fjölnir

8. desember: Njarðvík – Keflavík

Þá er einn leikur í 10. flokki stúlkna í kvöld en þá mætast Haukar og Njarðvík kl. 20.00.