Tindastóll hefur samið við hinn bandaríska Deremy Terrel Geiger um að leika með liðinu í Dominos deild karla.

Geiger er 29 ára, 180 cm reynslumikill leikstjórnandi og skotbakvörður sem meðal annars hefur leikið í Slóvakíu, Tékklandi, Finnlandi og Frakklandi síðan að hann lauk feril sínum með Idaho í bandaríska háskólaboltanum árið 2012.

Mun leikmaðurinn vera kominn á Sauðárkrók og verður hann klár í fyrsta leik eftir hlé, sem er gegn Keflavík þann 6. næstkomandi.