Nú er aðeins ein umferð eftir fyrir jólafrí í Dominos deild karla. Í þessari síðustu upptöku er farið yfir gengi nokkurra liða síðustu vikur og við hverju megi búast í þessum síðustu leikjum ársins. Mest er umræðan um Val, KR, Grindavík, Keflavík og Njarðvík, þó svo að vissulega séu önnur lið einnig til tals. Í seinni hlutanum er kafað í stöðu NBA deildarinnar, mest til tals gengi Los Angeles Clippers, Boston Celtics, Chris Paul og svo er Lakers hornið á sínum stað. Þá er einnig farið yfir áratuginn sem er að líða og hvaða leikmenn og lið eru talin hafa staðið uppúr.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Halldór Örn Halldórsson, einn forsprakka Endalínunnar, en hann lék meðal annars með meistaraliðum Keflavíkur í byrjun aldarinnar og er mikill stuðningmaður Chicago Bulls.

Hver þáttur af Boltinn lýgur ekki er tileinkaður einum litríkum karakter og að þessu sinni er það Guðmundur Jónsson og að sjálfsögðu fylgir honum tónlist frá hans heimaslóðum í Keflavík, Kilo.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.