Njarðvík sigraði Grindavík nokkuð örugglega í kvöld í fyrstu deild kvenna, 78-55.

Tölfræði leiks

Atkvæðamest fyrir Njarðvík í leiknum var Jóhanna Lilja Pálsdóttir með 23 stig, á meðan að fyrir gestina úr Grindavík var það Berglind Anna Magnúsdóttir sem dróg vagninn með 17 stigum og 5 fráköstum.

Eftir leikinn er Njarðvík ásamt Fjölni í 3. til 4. sæti deildarinnar, einum sigurleik fyrir neðan Keflavík og Tindastól sem deila efsta sætinu. Grindavík er sem áður í 6. sæti deildarinnar með einn sigur úr fyrstu fimm leikjum sínum.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild kvenna:

Njarðvík 78 – 55 Grindavík