Nú eru nokkrir leikir búnir af tímabilinu í NBA deildinni. Því ekki úr vegi að ræða aðeins hvað sé það helsta sem hefur vakið áhuga þessar fyrstu vikurnar.

Verður það Luka Docic sem tekur við kórónunni af Lebron James? Hver nennir að slást við Joel Embiid? Er norður Kalifornía í ruglinu? Er vörnin hjá Lakers í raun og veru skotheld? Ætla Denver Nuggets sér að gera eitthvað af viti í vetur? Geta Houston Rockets rétt úr kútnum eftir hryllilega byrjun? Þetta og margt fleira í þessari síðustu upptöku.

NBA Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.

Gestur: Twitter Tómas

Umsjón: Davíð Eldur og Sigurður Orri