Lykilleikmaður 9. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Íslandsmeistara Vals, Kiana Johnson.

Á tæpum 33 mínútum spiluðum í öruggum sigri Íslandsmeistaranna í Stykkishólmi skilaði Johnson 28 stigum, 7 fráköstum, 8 stoðsendingum og 8 stolnum boltum. Í heildina gaf það henni 44 framlagsstig, sem er það fjórða hæsta hjá leikmanni í leik það sem af er vetri.

  1. umferð – Kiana Johnson (Valur)
  2. umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
  3. umferð – Þóra Kristín Jónsdóttir (Haukar)
  4. umferð – Kiana Johnson (Valur)
  5. umferð – Emelie Sofie Hesseldal (Skallagrímur)
  6. umferð – Sanja Orazovic (KR)
  7. umferð – Daniela Wallen Morillo (Keflavík)
  8. umferð – Emelie Sofie Hesseldal (Skallagrímur)
  9. umferð – Kiana Johnson (Valur)