Lykilleikmaður sjöttu umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson.

Í sterkum sigri Stjörnunnar í Grindavík stjórnaði Ægir leik sinna manna eins og herforingi. Á tæpum 33 mínútum spiluðum setti hann 29 stig, tók 5 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum.

Lykilleikmenn umferða:

  1. umferð – Dominykas Milka (Keflavík)
  2. umferð – Viktor Lee Moses (Fjölnir)
  3. umferð – Georgi Boyanov (ÍR)
  4. umferð – Ólafur Ólafsson (Grindavík)
  5. umferð – Jamal K Olasawere (Grindavík)
  6. umferð – Ægir Þór Steinarsson (Stjarnan)