Sjötta umferð Dominos deildar kvenna fór af stað með einum leik í kvöld þar sem KR heimsótti Snæfell í Stykkishólm.

Leikurinn var tiltölulega jafn í fyrri hálfleik en KRingar voru strax skrefinu á undan. Reykvíkingar settu þó í gírin í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur að lokum. Lokastaðan 57-81 fyrir KR.

Sanja Orazovic var stigahæst hjá KR með 24 stig og bætti við 8 fráköstum ofan á það. Dani var með 15 stig en KR-ingar dreifðu mínútunum vel á milli leikmanna. Hjá Snæfell var Gunnhildur Gunnarsdóttir sterkust með 16 stig og 12 fráköst. Þá var Emese Vida með 14 stig og 17 fráköst.

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Snæfell-KR 57-81 (15-20, 15-22, 18-25, 9-14)

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/12 fráköst, Emese Vida 14/17 fráköst, Veera Annika Pirttinen 7, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Chandler Smith 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 1, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Vaka Þorsteinsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Rósa Kristín Indriðadóttir 0.

KR: Sanja Orazovic 24/8 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 11, Perla Jóhannsdóttir 8, Ástrós Lena Ægisdóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 7/6 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Margrét Blöndal 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2/7 fráköst, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Hildur Björg Kjartansdóttir 0/4 fráköst.