Tindastóll vann góðan útisigur á Fjölni í Dominos deildinni í kvöld. Tindastóll hefur byrjað tímabilið að krafti og eru í öðru sæti eftir átta leiki.

Athygli vakti að miðherji liðsins Jasmin Perkovic var í borgaralegum klæðum á bekk Sauðkrækinga í kvöld. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls staðfesti í samtali við Körfuna eftir leik að Jasmin hefði fingurbrotnað í vikunni.

Óljóst væri hversu lengi hann væri frá vegna þessara meiðsla en leiða má líkum að því að það verði einhverjar vikur. Jasmin hefur verið mjög öflugur fyrir Tindastól hingað til á tímabilinu og er með 11 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik fyrir liðið.

Viðtalið við Baldur eftir leik má finna hér.