Elvar leiðir sænsku deildina í stoðsendingum


Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson leiðir sænsku úrvalsdeildina í stoðsendingum um þessar mundir en hann er með 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik og lið hans Bors á toppi deildarinnar ásamt Köping Stars og Lulea með 18 stig.

Þá er Elvar í 11. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar með 17 stig í leik og í 17. sæti yfir framlagshæstu leikmenn með 16,8 framlagspunkta að jafnaði í leik.

Einn leikur er í sænsku deildinni í kvöld en þá mætast Lulea og Nassjö en Elvar og liðsfélagar í Boras verða á ferðinni á morgun þegar þeir heimsækja Umea BSKT.