Geysisbikarkeppni fór af stað um liðna helgi þar sem 32. liða úrslitin fóru fram. Fyrr í dag var dregið í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar og eru nokkrar ansi áhugaverðar viðureignir þar á meðal.

Bikarmeistarar Stjörnunnar fengu Reyni frá Sandgerði í drættinum í dag og mæta þeim í 16. liða úrslitum. Reynir leikur í 2. deild karla og því ætti Stjarnan að eiga nokkuð örugga leið í 8. liða úrslit ef allt fer eftir bókinni.

Karfan ræddi við Hörð Unnsteinsson aðstoðarþjálfara Stjörnunnar á drættinum fyrr í dag og má sjá viðbrögð hans hér að neðan: