Heil umferð fór fram í Domino’s deild kvenna í kvöld. Í stórleik umferðarinnar mættust meistaraefni vetrarins, KR og Valur, en bæði lið voru taplaus fyrir leik kvöldsins. Valskonur héldu sigurgöngu sinni áfram og unnu KR-inga með tveggja stiga mun, 74-76, í leik sem KR leiddi að stórum hluta.

Í öðrum leikjum vann Keflavík stórsigur á Breiðabliki, og Haukar rústuðu að sama skapi Grindavík með 44 stiga mun. Þá vann Skallagrímur Vesturlandsslaginn gegn Snæfelli.

Úrslit kvöldsins:

KR-Valur: 74-76
Keflavík-Breiðablik: 89-56
Grindavík-Haukar: 56-100
Snæfell-Skallagrímur: 54-68