Þór Þorlákshöfn hefur gert samning við bandaríska leikmanninn Vincent Bailey um að leika með félaginu í Úrvalsdeild karla.

Vincent, sem er 28 ára 196 cm framherji, lék á síðustu leiktíð með Boncourt í efstu deild í Sviss þar sem hann var með 16,5 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í leik. Auk Sviss hefur hann einnig leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu og Lúxemborg.

Áður en hann fór í atvinnumennskuna þá spilaði Vincent með Lincoln Memorial háskólanum frá 2010 til 2014 en hann var með 21,6 stig og 10,0 fráköst að meðaltali í leik á lokaári sínu.