Heimsmeistaramótinu í körfubolta lauk nú rétt í þessu þegar Spánn tryggði sér heimsmeistaratitilinn eftir öruggan sigur á Argentínu í úrslitaleiknum.

Spánverjar voru með tögl og haldir á leiknum frá fyrstu mínútu. Snemma í seinni hálfleik komst Spánn í 20 stiga forystu og eftir það var ekki aftur snúið. Örlítil áhlaup Argentínu voru ekki nóg og fór að lokum svo að Spánn sigraði úrslitaleikinn örugglega. Lokastaðan 95-75 og innileg fagnaðarlæti Spánverja brutust út.

Marc Gasol var frábær í dag með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Ricky Rubio var stigahæstur með 20 stig. Hjá Argentínu var Gabriel Deck með 24 stig, langöflugastur sóknarlega hjá Argentínu.

Þetta er annar heimsmeistaratitill Spánverja í sögunni en síðasti titillinn kom 2006. Argentína fær silfrið sem fyrirfram hefðu verið ansi óvæntar frengir.

Fyrr í dag unnu Frakkar leikinn um bronsið og því tvö evrópulönd á verðlaunapalli. Sigurstranglegasta liðið fyrir mótið, Bandaríkin enda hinsvegar í 7. sæti mótsins.