Tímabilið í efstu deildum á Íslandi hefst formlega á miðvikudag er Dominos deild kvenna fer af stað. Í dag var blaðamannafundur þar sem liðin voru kynnt og árleg spá KKÍ var kynnt. Formenn, þjálfarar og fyrirliðar hvers liðs í deildunum höfðu atkvæðarétt í spánni en hér að neðan er spáin fyrir Dominos deild kvenna:

Domino´s deild kvenna:

 1. Valur 224
 2. KR 194
 3. Haukar 128
 4. Keflavík 120
 5. Snæfell 80
 6. Grindavík 47
 7. Skallagrímur 40
 8. Breiðablik 39

Mest var hægt að fá 228 stig, minnst var hægt að fá 19 stig

Spá fjölmiðlamanna um lokastöðu í Domino’s deild kvenna:

Domino´s deild kvenna

 1. Valur 140
 2. KR 122
 3. Keflavík 92
 4. Haukar 64
 5. Snæfell 61
 6. Grindavík 31
 7. Breiðablik 21
 8. Skallagrímur 21

Mynd: Guðlaugur Ottesen Karlsson