Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.

Spáin heldur áfram og næst er það 6. sætið eða um miðja deild.

6. sæti – Grindavík

Nýliðarnir munu bjarga sæti sínu og það nokkuð örugglega miðað við spá Körfunnar. Gerðu virkilega vel með ungt lið í fyrra að koma liðinu upp og það ansi sannfærandi að lokum. Ungur kjarni með dass af góðri reynslu í leikmönnum eins og Ingibjörgu Jakobs.

Komnar og farnar:

Komnar:

Bríet Sif Hinriksdóttir frá Stjörnunni

Kamilah Jackson frá Finnlandi

Farnar:

Hannah Louise Cook óljóst

Angela Björg Steingrimsdóttir til USA

Jenný Geirdal Kjartansdóttir til Hauka

Mikilvægasti leikmaður:

Bríet Sif Hinriksdóttir bankaði á dyrnar hjá landsliðinu á síðustu leiktíð og hefur sprungið algjörlega út síðustu tímabil. Gekk til liðs við Grindavík í sumar og mun árangur liðsins standa og falla með frammistöðu Bríetar.

Fylgist með

Hrund Skúladóttir fékk stórt hlutverk hjá Grindavík í fyrra og stóð heldur betur fyrir sínu. Virkilega öflugur leikmaður sem gæti sprungið út í Dominos deildinni í vetur og stimplað sig inn sem eina af betri leikmönnum deildarinnar.

Þakið:

Grindavíkurkjarninn og hjartað verður öflugt og liðið berst um sæti í úrslitakeppni.

Gólfið:

Nýliðarnir hafa ekki reynsluna og lenda í meiðslum. Lenda í fallbaráttu.

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna 2019/2020

  1. _________________
  2. _________________
  3. _________________
  4. _________________
  5. _________________
  6. Grindavík
  7. Breiðablik
  8. Skallagrímur