Lið Skallagríms í Domino’s deild kvenna hefur samið við þrjá leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Inga Rós Jónsdóttir er 18 ára bakvörður og uppalin hjá Skallagrím. Hún lék síðast með Snæfelli tímabilið 2017-2018 en tók sér hlé frá körfubolta síðasta vetur.

Félagið hefur einnig samið við þær Lisbeth Ingu Kristófersdóttur og Heiði Karlsdóttur um að leika með meistaraflokknum í vetur. Þær hafa æft með Umf. Reykdælum á undanförnum árum og leikið með sameiginlegum liðum Reykdæla og Skallagríms í yngri flokkum kvenna.