Íslandsmeistararnir endurnýjaðu og og gengu frá samningum við 8 leikmenn í gær. Í frétt á facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals er sagt frá því að Valur hefur endurnýjað samning við 7 leikmenn. Auk þess var skrifað undir við hina efnilegu Leu Gunnarsdóttir sem kom til Vals frá KR.

Guðbjörg Sverrisdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Aníta Rún ÁRnadóttir, Tanja Kristín Árnadóttir og Elísabet Thelma Róbertsdóttir endurnýjuðu samninga sína til tveggja ára. Þær Dagbjört Samúelsdóttir og Kristín María Matthíasdóttir skrifuðu síðan undir til eins árs.

Valur var búin að ganga frá samningum við þær Helena Sverrisdóttir, Sylvía Rún Halfdánardóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Marín Matthildur Jónsdóttir, Kiana Johnson, Regina Palusna, Arna Dís Hreiðarsdóttir og Mira Kamallakharan.

Það er vandséð hvaða lið getur keppt við þá breidd og hæfileika sem býr í Valsliðinu í vetur. Það styttist í Dominos deild kvenna, Valur á Grindavík úti 2. október í fyrstu umferð.