Kári Jónsson mun leika með uppeldisfélagi sínu Haukum á komandi tímabili í Dominos deildinni. Þetta var staðfest nú í hádeginu en þá skrifaði hann undir eins árs samning.

Kári kemur frá stórliði Barcelona en hann hafði fyrr í sumar samið við Helsinki Seagulls í Finnlandi. Á dögunum varð svo ljóst að ekkert varð úr þeim vistaskiptum þar sem Kári hefur ekki náð sér að fullu af meiðslum.

Kári Jónsson var með 19,9 stig, 4,6 fráköst og 4,9 stoðsendingar að meðaltali í leik fyrir Hauka síðast þegar hann lék hér á landi. Það efast enginn um hversu mikil viðbót Kári yrði í lið Hauka en spennandi verður að sjá hvernig hann smellur inní nýtt Hauka lið stýrt að Israel Martin.

Haukar hafa endurheimt Emil Barja auk þess sem liðið hefur samið við Gerald Robinson og Flenard