Kári Jónsson mun leika með uppeldisfélagi sínu Haukum á komandi tímabili í Dominos deildinni. Þetta var staðfest nú í hádeginu en þá skrifaði hann undir eins árs samning.

Karfan ræddi við Israel Martin þjálfara Hauka eftir undirskriftina í hádeginu í dag.

“Þetta er stór dagur fyrir Hauka sem félag að fá Kára heim. Mér líður eins og hann hafi aldrei farið þar sem hann æfði með okkur í allt sumar.” sagði Martin og bætti við um stöðuna á Kára.

“Hann hefur ekki leikið keppnisleik í nærri ár en það sem er mikilvægast er að hann er ekki meiddur lengur. Hann hefur fengið grænt ljós frá læknum en við þjálfarateymið og félagið vinnum að því að koma honum hægt og rólega af stað á ný.”

“Kári er líklega 60-70% af sinni bestu útgáfu en hann tekur framförum með hverjum deginum.” Sagði Martin og bætti við að lokum:

“Leikmannahópurinn er klár, við bara bíðum bara eftir Flenard og Gerald komi til liðs við liðið.