Grindvíkingar hafa skipt um Bandaríkjamann í liði sínu en Shay Winton, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, sem samdi við liðið fyrr í sumar hefur beðist lausnar.

Í stað hennar hefur Grindavík samið við Kamilah Jackson sem lék á síðasta tímabili í Finnlandi þar sem hún var með tæp 16 stig og 14 fráköst að meðaltali í leik. Auk Finnlands hefur hún spilað í Ísrael, Portúgal og Sviss frá því að hún útskrifaðist úr háskólanum á Havaí árið 2014.