ÍR hefur samið við Georgi Boyanov um að leika með félaginu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Boyanov er 26 ára, 201 cm framherji frá Búlgaríu, sem lék síðast með Cherno Mo í heimalandinu, en þar áður í Pro B deildinni í Þýskalandi.

Þar á undan hafði hann leikið bæði með South Alabama í bandaríska háskólaboltanum, sem og yngri landsliðum Búlgaríu.

Þess má geta að Boyanov var með liði Keflavíkur fyrir síðasta tímabil, en þótti ekki standa undir væntingum þar og var því ekki gerður samningur við hann fyrir tímabilið.

Leikbrot:

Fréttatilkynning: