Fjölnir hefur samið við Elfu Falsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild kvenna. Fjölnir vann 1. deildina í fyrra, en laut í lægra haldi fyrir Grindavík í úrslitum um sæti í Dominos deildinni.

Elfa er 21. árs bakvörður sem að upplagi er úr Keflavík, síðast lék hún með Vali tímabilið 2017-18, en á síðasta tímabili var hún í pásu frá körfubolta. Þá hefur hún verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands.