Kvennalið Skallagríms hefur ráðið til sín Emilie Hesseldal, danskan landsliðsmann. Hún er 186 cm miðherji sem hefur spilað fyrir Aabyhøj, Hørsholm og Stevnsgade í Danmörku og fór í háskólaboltann í NCAA þar sem hún spilaði fyrir Colorado St.

Emilie spilaði á seinasta tímabili í portúgölsku deildinni með liði Vitória S.C. þar sem hún var með tvöfalda tvennu að meðaltali í leik. Hún skoraði 11.2 stig og tók 12.2 fráköst að meðaltali (frákastahæst í deildinni) og stal þar að auki 3.4 boltum að meðaltali í leik. Árið áður var hún frákastahæst (15.2 fráköst í leik) og með flesta stolna bolta að meðaltali (2.6 stolnir í leik) með Stevnsgade i dönsku deildinni.

Hesseldal á eftir að styrkja Skallagrím talsvert miðað við þessa tölfræði og feril hennar.