Það dróg heldur betur til tíðinda á heimsmeistaramótinu í körfubolta í dag þegar heimsmeistarar síðustu tveggja keppna féllu úr leik.

Stjörnumprýtt lið Bandaríkjanna féll úr leik eftir að hafa tapað fyrir Frakklandi í átta liða úrslitum. Leikurinn var jafn allan leikinn en Frakkar sigu framúr í fjórða leikfjórðung þar sem ekkert gekk upp hjá Bandaríkjunum.

Bandaríkin þóttu ansi sigurstranglegir fyrir mótið þrátt fyrir að skærustu stjörnur NBA deildarinnar hafi dregið sig úr liðinu. Liðið var hinsvegar mjög sterkt og því klár vonbrigði fyrir liðið að fall úr leik.

Sigur Frakklands var sanngjarn og er liðið nú á leið í undanúrslit en þar eru Argentína og Spánn búin að tryggja sér sæti einnig. Síðasti leikur átta liða úrslitanna er í gangi núna þar sem í ljós mun koma hvort það verði Ástralía eða Tékkland sem fylgi með.