Undir 20 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Prishtina í Kosóvó. Í dag tapaði Ísland fyrsta leiknum á mótinu gegn Króatíu.

Litlu munaði á liðunum í fyrri hálfleik en Króatar voru alltaf skrefi á undan. Króatía gerði þó útum leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir komust nærri 15 stiga foryustu. Að lokum fór svo að Króatar unnu 55-76 sigur á Íslandi.

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var öflug í íslenska liðinu með 15 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Þóranna Hodge-Carr var með 11 stig.

Á mánudag mætir Ísland Ísrael í lokaleik riðlakeppninnar kl 17 að íslenkum tíma.

Tölfræði leiksins

Viðtöl eftir leik: