Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu.

Í dag lögðu þær Makedóníu með 84 stigum gegn 43 í lokaleik sínum á mótinu. Með sigrinum tryggðu þær sér 21. sæti mótsins.

Íslenska liðið fór virkilega vel af stað í leik dagsins. Leiddu með 15 stigum eftir fyrsta leikhluta, 27-12. Undir lok fyrri hálfleiksins náði Makedónía þó aðeins að komast betur í takt við leikinn, en þó ekki nóg til þess að vinna niður forystu Íslands, sem leiddu með 19 stigum þegar að liðin he´ldu til búningsherbergja í hálfleik, 41-22.

Það má segja að Ísland hafi svo endanlega gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Vinna þriðja leikhlutann með 17 stigum og því komnar með 36 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Að lokum vinna þær svo leikinn með 41 stigi, 84-43.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Elísabeth Ýr Ægisdóttir með 20 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum