Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu.

Í dag töpuðu þær sínum fyrsta leik á mótinu gegn Serbíu með 49 stigum gegn 72.

Íslensku stúlkurnar fóru skelfilega af stað í leik dagsins. Töpuðu fyrsta leikhluta með 19 stigum, 10-29. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þær þó áttum, en náðu ekkert að vinna niður þessa forystu Serbíu. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn 21 stig, 22-43.

Seinni hálfleikurinn var svo svipaður og annar leikhlutinn. Íslensku stelpurnar reyndu hvað þær gátu til þess að vinna muninn niður, en allt kom fyrir ekki. Að lokum nokkuð öruggur sigur 23 stiga Serbíu, 49-72

Elísabeth Ýr Ægisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 11 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Upptaka af leik

Næst leika þær gegn Slóveníu kl. 10:45 á morgun.