Tindastóll hefur samið við framherjana Jasmin Perkovic og Sinisa Bilic fyrir komandi átök í Dominos deild karla.

Perkovic er atvinnumaður til 21 árs, 38 ára gamall, 205 cm og frá Króatíu. Samkvæmt félaginu mun leikmaðurinn styrkja þá í baráttunni undir körfunni. Sem atvinnumaður hefur hann á þessum langa feril farið víða, en síðast vann hann deildina með Inter Bratislava í Slóvakíu.

Bilic er 200 cm, einnig reynslumikill leikmaður, 30 ára að aldri. Samkvæmt félaginu mun hann styrkja liðið á báðum endum vallarins. Fjölhæfur leikmaður sem getur bæði sett boltann í gólfið, sem og skotið honum. Síðst lék leikmaðurinn fyrir Rogaska Crystal í heimalandi sínu Slóveníu.