Körfuboltabúðir Marcus Walker verða haldnar í DHL-Höllinni helgina 30. ágúst til 1. September næstkomandi. Búðirnar eru opnar iðkendum allra félaga.

Marcus er þekktur fyrir sínar æfingabúðir, en hann er með Grindhouse basketball í Bandaríkjunum.

Hver einstaklingur kemur í þrjú skipti í samtals 8 klst yfir helgina.

  1. hópur strákar/stelpur fædd 2008 & 2009 Fös 1500-1700 Lau/Sun 9:00-12:00
  2. hópur strákar/stelpur fædd 2006 & 2007 Fös 1700-1900 Lau/Sun 12:30-15:30
  3. hópur strákar/stelpur fædd 2005 til 2002 Fös 1900-2100 Lau/Sun 16:00-19:00

Gjald fyrir körfuboltabúðirnar eru 12.000,- og fer skráning fram hér.

Körfuboltabúðirnar eru opnar öllum körfuboltakrökkum óháð félagi á meðan að pláss leyfir.

Marcus Walker varð Íslandsmeistari með KR 2011 og 2018 og lék einnig með Bumbunni í bikarævintýri þeirra.