Hafnfirðingurinn Kári Jónsson hefur samkvæmt heimildum komist að samkomulagi við Helsinki Seagulls um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Kári hefur verið samningslaus síðan í sumar, þegar að samningur hans við spænska stórveldið Barcelona rann út. Kári, sem upphaflega er úr Haukum í Hafnafirði hafði ásamt Barcelona, aðeins leikið með uppeldisfélagi sínu hér á landi og var umtíma hjá Drexel í fyrstu deild bandaríska háskólaboltans. Þá hefur hann einnig leikið fyrir öll yngri landslið og A landslið Íslands.

Seagulls hafa leikið í efstu deild í Finnlandi frá árinu 2014. Á síðasta tímabili höfnuðu þeir í sjöunda sæti deildarkeppninnar. Hjá liðinu mun Kári hitta fyrir Íslandsvininn Antti Kanervo, sem á síðasta tímabili lék með Stjörnunni í Dominos deildinni.