Í þessum þætti er rætt við Jón Axel Guðmundsson leikmann Davidson háskólans og landsliðsins. Farið er um víðan völl í podcastinu, allt frá uppvaxtarárum hans í Haukum til framtíðarinnar í NBA deildinni. 

Jón Axel hefur leikið við góðan orðstýr í háskólaboltanum síðustu ár og var til að mynda valinn bestur í A10 deildinni þar fyrir frammistöðu sína á síðustu leiktíð. Þetta og margt fleira í Podcasti Körfunnar. 

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.

Umsjón: Ólafur Þór og Davíð Eldur

Efnisyfirlit:

00:00 – Létt hjal

01:00 – Upphafið

14:00 – Út í háskóla til Davidson

29:00 – Stephen Curry áhrifin

32:00 – March Madness

36:00 – NBA draumurinn

44:00 – Yngri landsliðin og U20 ævintýrið

49:00 – Kominn í A landsliðið

53:00 – Dominos deildin & Grindavík