Grindavík hefur samið við Jamal Olasewere um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Olasewere er 27 ára gamall, 201 cm hár framherji sem síðast lék með Blu Basket 1971 í ítölsku A2 deildinni.

Þar áður hafði hann einnig leikið með félögum í Ísrael og í Belgíu. Á háskólaárum sínum, frá 2009 til 2013 lék hann með LIU Brooklyn skólanum. Sama skóla og landsliðsmennirnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson mættu til árið 2014.

Olasewere er með tvöfalt ríkisfang. Bæði bandarískur, sem og frá Nígeríu. Fyrir Nígeríu tók hann þátt í Afríkukeppni FIBA árið 2013.