Undir 20 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Prishtina í Kosóvó. Í dag lauk liðið leik á mótinu er það tapaði gegn Úkraínu í leik um 9. sæti mótsins.

Úkraína náði yfirhöndinni snemma í leiknum og þrátt fyrir hetjulega baráttu íslenska liðsins hélt Úkraína forystunni til enda. Lokastaða 47-61 fyrir Úkraínu sem tekur þar með 9. sæti mótsins.

Þóranna Hodge-Carr var öflug í liði Íslands og endaði með 10 stig og 11 fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir var einnig sterk með 14 stig.

Íslenska liðið lýkur þar með leik á EM þetta árið og er tíunda sæti staðreynd. Það eru framfarir frá síðasta ári þegar liðið endaði í 12 sæti.

Tölfræði leiksins