Breiðhyltingar hafa samið við bandarískan leikmenn til að leika með liðinu í Dominos deildinni á komandi leiktið. Leikmaðurinn heitir Evan Singletary

Í tilkynningu ÍR segir: „Evan er leikstjórnandi og kemur til með að styrkja liðið í þeirri stöðu. Síðasta tímabil lék hann í efstu deild Tékklandi með Paradubic og árið þar á undan í efstu deild í Úrúgvæ.“

Fyrr í dag samdi liðið einnig við svissneska leikstjórnandann Robert Kovac en ÍR missti marga öfluga leikmenn í sumar og eru því að leita leiða til að styrkja liðið fyrir komandi átök.