Breiðhyltingar hafa samið við öflugan evrópskan leikmann fyrir komandi leiktíð í Dominos deild karla.

Roberto Kovac mun leika með ÍR næstkomandi keppnistímabil í Dominos deildinni. Síðustu ár hefur Roberto spilað í heimlandinu með Lions de Genève. Roberto er 29.ára gamall og 191cm að hæð og leikur stöðu skotbakvarðar.

Kovac lék með svissneska landsliðinu í Laugardalshöll fyrir rúmri viku þegar liðið tapaði gegn Íslandi. Hann setti þá 13 stig og 5 stoðsendingar en hefur verið öflugur í heildina fyrir landsliðið.

Fyrir áhugasama verður Roberto Kovac í eldlínunni þegar Sviss mætir Íslandi næstkomandi miðvikudag ytra en leikurinn verður í beinni útsendingu á RUV 2 og hefst kl 17:00.