Haukar hafa gengið frá samningum við leikmanninn Gunnar Inga Harðarson um að leika með liðinu næsta tímabil. Gunnar kemur frá Val.

Í tilkynningu Hauka segir: “Gunnar Ingi er uppalinn Ármenningur en hefur einnig spilað með KR og Fsu en síðast lék hann með liði Vals. Gunnar er 22 ára bakvörður og skilaði hann 5.5 stigum og 2.2 stoðsendingum á síðasta tímabili með Valsmönnum. Tímabilið 2016-2017 spilaði Gunnar með Belmont Abbey háskólaliðinu í Norður Karólínu þar sem hann skilaði 7.6 stigum og var með tæplega 40% þriggja stiga nýtingu.”