Haukar hafa fengið liðsstyrk í Domino’s deild karla en félagið hefur skrifað undir samning við framherjann Gerald Robinson. Tilkynnt var um þetta á Facebook síðu Hauka í kvöld.

Robinson, sem er 206 sentimetrar að hæð, lék áður með Haukum veturinn 2010-2011 og skrifar nú undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið. Á síðasta tímabili lék Robinson með silfurliði ÍR og skilaði þar rúmum 16 stigum og 9 fráköstum auk um 30% þriggja stiga nýtingu. Þar að auki hefur Robinson leikið með Hetti og Njarðvík hér á landi.