Fyrrum ung­linga­lands­liðsmið­herji frá Serbíu semur við Snæfell

Miðherjinn Emeše Vida hefur samið við Snæfell um að spila með liðinu í Domino’s deildinni á komandi tímabil.

Emeše, sem er með bæði serbneskt og ungverskt ríkisfang, er 26 ára og 188 cm miðherji en hún lék á sínum tíma með unglingalandsliði Serbíu.

Síðustu tvö tímabil hefur hún leikið með ZKK Bor í Serbíu en á síðustu leiktíð var hún með 17,0 stig og 11,4 fráköst að meðaltali í leik.

Fyrr í sumar bætti Snæfell við sig hinni bandarísku Chandler Smith og finnsku landsliðskonunni Veera Pirttinen.

Kvennalið Snæfells hefur gengið frá samning við Emese Vida. Emese er ungverskur leikmaður sem spilaði í Serbíu við góðan…

Posted by Körfuknattleiksdeild Snæfells on Friday, August 16, 2019