Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins úr leiknum gegn Sviss. Leikmönnum eru gefnar einkunnir útfrá tölfræði, væntingum til þeirra miðað við hlutverk og spilatíma og líka þáttum sem sjást ekki endilega í tölfræðiskýrslunni.

Hörður Axel Vilhjálmsson – 3

Ekki besti leikur Harðar, átti erfitt uppdráttar sóknarlega og var í vandræðum með að taka boltann upp nokkrum sinnum undir pressu. Barðist varnarlega en setti mark sitt lítið á leikinn.

Martin Hermannsson – 5 – Maður leiksins

Fínn sóknarlega á köflum, en hvarf þú löngum stundum. Gat illa hrist af sér Boris Mbala sem náði að slökkva á honum á sínum mínútum. Varnarlega var Martin slappur, missti manninn sinn ítrekað og var ekki nálægt skotmönnum.

Jón Axel Guðmundsson – 2

Slakur leikur hjá Jóni sem að fann aldrei fjölina sína sóknarlega. 10 stig í 10 skotum. Varnarlega var hann í miklum vandræðum allan leikinn.

Pavel Ermolinski – 3

Virkaði hikandi sóknarlega en átti ágætis sendingar. Varnarlega allt í lagi en maður hefur séð mikið betri daga hjá Pavel.

Tryggvi Snær Hlinason – 3

Tryggvi var einfaldlega étinn af Clint Capela í leiknum. Átti nokkrar ágætis körfur en það var ekki mikill bragur yfir stóra manninum í dag.

Elvar Már Friðriksson – 2

Slakasti leikur Elvars í þessari landsliðstörn. Virkilega slæmur varnarlega í dag eins og aðrir bakverðir liðsins. Sóknarlega reyndi hann mikið án sýnilegs árangurs. 5 stig í 7 skotum og engin stoðsending.

Hlynur Bæringsson – 4

Barðist að venju varnarlega en átti samt erfitt uppdráttar eins og aðrir leikmenn liðsins á þeim enda vallarins. Komst á línuna en að öðru leiti var sóknin ekki falleg.

Ægir Þór Steinarsson – 4

Spilaði lítið og setti mark sitt ekki á leikinn.

Ólafur Ólafsson – 5

Spilaði ekki mikið en náði að smella niður þristi.

Frank Aron Booker – N/A

Spilaði 8 sek.

Gunnar Ólafsson – Spilaði ekki

Ragnar Nathanaelsson – Spilaði ekki