Dominos deildarlið ÍR hefur samið við landsliðsmanninn, fyrrum leikmann Stjörnunnar, Collin Anthony Pryor um að leika með liðinu á komandi tímabili. Collin hefur leikið síðustu tvö tímabil með Stjörnunni, en áður hafði hann einnig leikið með Fsu og Fjölni. Á síðasta tímabili varð hann bæði deildar og bikarmeistari með Stjörnunni, en hann skilaði þar 11 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.

Þá hefur liðið einnig framlengt samning sinn við framherjann Trausta Eiríksson. Trausti hefur verið með ÍR frá árinu 2015, en hann er upphaflega úr Borgarnesi.