Keflavík hefur samið við bandarískan leikmann fyrir komandi átök í Dominos deildinni í vetur.

Khalil Ahman skrifaði á dögunum undir hjá suðurnesjaliðinu en hann kemur frá Cal State Fullerton þar sem hann hefur leikið síðustu fjögur tímabil. Hann útskrifaðist síðasta vor og er því að taka sín fyrstu skref í atvinnumennskunni.

Á síðasta tímabili sínu var hann með 18,2 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik. Khalil er bakvörður sem setti meðal annars 40 stig mest í leik á síðustu leiktíð.