Tindastóll hefur samið við Gerel Simmons og Jasmin Perkovic um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Simmons er 26 ára, 188cm hár fjölhæfur bakvörður frá Bandaríkjunum. Hefur hann spilað víðsvegar um Evrópu síðan hann kláraði veru sína í Bandaríska háskólaboltanum með Lincoln Memorial árið 2016.

Perkovic er 39 ára, 203 cm framherji frá Króatíu. Líkt og aldurinn gefur til kynna hefur leikmaðurinn mikla reynslu, en síðan að atvinnumannaferill hans hófst árið 1998 hefur hann leikið með 19 félögum víðsvegar um heiminn, síðast með Inter Bratislava í Slóvakíu.