Nú er vel liðið á sumarið og ekki úr vegi að taka saman væntingar fyrir komandi tímabili. Í þessari síðustu útgáfu af Aukasendingunni er farið yfir ótímabæra kraftröðun sem tekin var saman á dögunum af Körfunni. Þá er í leiðinni farið yfir hvaða leikmenn hafa skipt um lið og þá sem ekki er enn víst með hvar munu spila.

Byrjar yfirferðin á Dominos deild kvenna, en endar á Dominos deild karla.

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og minnt er á að hlustendur fá 30% afslátt af sóttum pítsum með kóðanum “karfan.is” panti þeir í gegnum Dominos.is eða með Dominos appinu.

Umsjón: Ólafur Þór, Davíð Eldur og Bryndís Gunnlaugsdóttir.

Efnisyfirlit:

03:00 – Stjarnan dregur lið sitt úr leik

08:17 – Dominos kvk – neðri hluti

22:40 – Dominos kvk – efri hluti

35:30 – Dominos kk – neðri hluti

55:45 – Dominos kk – efri hluti