Undir 18 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Oradea í Rúmeníu. Í dag sigraði liðið sínum sinn fyrsta leik á mótinu gegn Noregi 69-96.

Ísland náði góðri forystu í fyrri hálfleik og leiddi 34-52 eftir hann. Noregur kom örlítið til baka í þriðja leikhluta en Ísland gerði út um leikinn í lokafjórðungnum. Lokastaðan 68-96 fyrir Íslandi og liðið því komið með sigur á töfluna.

Leikurinn var fyrsti sigur Íslands á mótinu í fjórða leik liðsins. Dúi Þór Jónsson var stigahæstur í liði Íslands með 22 stig og bætti við fimm stoðsendingum. Friðrik Anton Jónsson var með 20 stig og 8 fráköst.

Ísland mætir Lúxemborg í lokaleik riðlakeppninnar á morgun kl 11 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiksins

Upptaka frá leiknum