Lykilleikmaður undir 18 ára liðs karla á nýafstöðnu Norðurlandamótinu í Kisakallio var framherjinn Veigar Páll Alexandersson.

Í fimm leikjum fyrir liðið skilaði Veigar 16 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik. Var hann með næst hæsta meðaltal stiga allra leikmanna á mótinu, sá þriðji skilvirkasti, með sjöttu bestu tveggja stiga skotnýtinguna og fjórðu bestu vítanýtinguna.

Besti leikur: 82-72 sigur á Danmörku, með 22 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.