KR hefur samið við framherjann Kristófer Acox um að leika áfram með liðinu næstu tvö árin. Þetta tilkynnir formaður KR, Böðvar Guðjónsson, á Facebook síðu sinni.

Kristófer er uppalinn KR-ingur, sem hefur aðeins leikið með liðinu þegar hann hefur verið á Íslandi. Fyrir utan það var hann til nokkurra ára hjá Furman háskólanum í Bandaríkjunum og hluta úr tímabilum bæði með Star Hotshots á Filipseyjum og hjá Denain í Frakklandi. Þá hefur Kristófer einnig leikið 40 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Á síðast tímabili skilaði Kristófer 14 stigum og 10 fráköstum að meðaltali í leik fyrir meistara KR.

Mynd: Facebook / Böðvar og Kristófer með samninginn