Hrunamenn hafa samið við bandaríkjamanninn Blake Walsman um að leika með félaginu á komandi tímabili ásamt því að koma að yngri flokka þjálfun.

Blake, sem er 203 cm á hæð og 100 kg, útskrifaðist í vor frá Cincinnati Christian University en þar var hann með 21,2 stig og 16,5 fráköst að meðaltali í leik í 2. deild NAIA deildarinnar í vetur.

Hrunamenn léku í 3. deildinni síðastliðinn vetur þar sem þeir unnu 7 af 14 leikjum sínum. Liðið tapaði svo fyrir verðandi meisturum í Breiðablik-b í undanúrslitum deildarinnar.

Körfuboltadeildin sækir liðsstyrk vestur um höf! Sú ákvörðun hefur verið tekin að ráða til okkar amerískan…

Posted by Hrunamenn – Körfubolti on Monday, July 15, 2019